UM MIG
Ég heiti Daniel Þór og er ljósmyndari með sveinspróf í ljósmyndun. Ég vinn með fyrirtækjum þar sem markmiðið er að fanga raunverulega stemningu, fólk að störfum og þá sögu sem býr að baki hverju verkefni.
Hvort sem um ræðir portrett, vinnustaðamyndir, viðburði eða umfangsmeiri heimildaverkefni, legg ég áherslu á fagmennsku, virðingu fyrir efninu og skýra sjónræna nálgun. Ég vil skapa myndir sem nýtast – hvort sem það er í markaðsefni, skýrslum, samfélagsmiðlum eða fjölmiðlum – og sem tengja áhorfandann við þá starfsemi sem verið er að sýna.
Ég starfa víða og vinn gjarnan á staðnum með viðskiptavinum mínum, þar sem raunveruleg starfsemi og andrúmsloftið fær að njóta sín.